Þessi mynd er besta Austin Powers myndin hingað til. Ég held að handritshöfundurinn hafi lagt meira í þessa mynd en hinar myndinar. En til að segja langa sögu stutta þá byrjar myndin eins og Mission Impossible atriði bara fyndnari. Austin þarf eins og venjuleg að berjast gegn Dr.Evil og Goldmember, hollenskan gullfíkil sem ætla að nota sérstakan geisla til þess að draga lofsteinn úr gulli á jörðina til þess að láta allan snjóinn bráðna til þessa að láta allt meginlandið sökkva í sæ. Eftir að faðir Austins Nigel Powers (Michael Caine) verður rænt fer Austin aftur til ársins 1975 til þess að finna pabba sinn en hann verður tekinn aftur í nútímann. Foxy Cleopatra (Beyoncé Knowles) og Austin fara því tilbaka og reyna að bjarga pabba sínum og líka reyna að ná Dr.Evil og Goldmember áður en að heimurinn verður að einu stóru hafi.
Myndin er eins og hinar tvær blandaðar saman með ótrúlegri aulafyndni og allskonar húmor úr hinum myndunum. En ég ætla ekki að blaðra meira um þessa snilldar mynd, en ég segi bara við þá sem eftir eiga að sjá myndina, GÓÐA SKEMMTUN!
Sikker

Jákvætt: Mikið grín og mjög furðuleg.
Neikvætt: Allt of mikið af atriðum með Goldmember en minna af Dr.Evil og glæpaklíkunni.

Einkunn: 89%

Minna á það að þessi grein er líka á heimasíðu okkar www.snergurogdanni.com (Siddij og Sikker)
kv. Sikker