Allir Star Wars nördarnir þarna úti vita það örugglega uppá hár(sem í raun er mjög sorglegt). Rrowse er maðurinn bakvið Vader í Star Wars 4,5 og 6. Eina átæðan fyrir því að ég veit þetta er sú að ég skoðaði Fréttablaðið í dag. Hann lék semsagt Vader, eða hvað? Það var verk James Earl Jones að tala fyrir Svarthöfða, svo ég ætla að reikna með því að Prowse hafi lítið meir gert en að labba um, leikið sér með sverð, komið við fólk og hluti og látið sjást í afmyndað andlit sitt í lok sjöttu myndarinnar. Hann er orðinn gamall núna blessaður og á í vandræðum með bakið sitt. Samt lýsti hann því yfir opinberlega að hann sé að æfa sig og sé staðráðinn að vera í þriðju myndinni þar sem Anakin fer yfir til “the dark side”. Þetta er allt saman gott og blessað, en er einhverjum þarna úti í rauninni sama? Leikarinn sem tekur þetta verk að sér þarf ekki að leika neitt krefjandi verk, heldur vondan karl með grímu.