Ég skrapp í bíó skömmu eftir síðustu jól í Smáranum. Ég fór á Black Hawk Down, eftir Ridley Scott. Strax og myndin byrjaði var maður “stuck”. Hún var alveg í gegn snildarmynd sem segir og sýnir mjög vel frá aðstæðum sem þessu. Nú, það var komið að lokum myndarinnar og ég var bara mjög ánægður. Og þá kom það. This many americans died blah og bullumsull, etc. Með virðingu kom það ekki myndinni beint við hversu margir bandaríkjamenn dóu. Þetta hefði átt að sína deilur Vestursins við Þróunarlöndin þar sem ástandið er ekki alveg upp á sitt besta. En “the almighty U.S.” þurftu að setja sig á einhvern háann stól sem bjargvættar fólks sem bað ekki um hjálp, ávallt að skipta sér af öllum andskotanum. Þetta skemmdi soldið fyrir myndinni. Hvað finnst ykkur?