Bedazzled!
              
              
              
              Ekkert frábær mynd kom þó svolítið á óvart.  Brendan Fraser sem ekki er í uppáhaldi hjá mér var actually ekki óþolandi í myndinni, kannski af því að hann lék frekar mikinn looser.  Mér fannst hann meira að segja gera það nokkuð vel.  Þokkalega fyndin á köflum en annars var lítill söguþráður.  Þessi mynd er bara samansett af nokkrum ágætum bröndurum.  Elisabeth Hurley var nátturlega hot og flott í henni.  Gaman að horfa á þessa mynd, fín afþreying, ekkert endilega nauðsynlegt að fara á hana í bíó.