
Burn Smárabíó
Ég fór að sjá Episode 2 í Lúxussalnum í Smárabíói kl 23:00 í gær. Ég bjóst við að hún væri svona ágæt en í raun var þetta hörkumynd. Lazyboy'arnir í salnum voru svolítið pirrandi og ekki jafn góðir og í VIP salnum, Álfabakka. En nóg um það. Eftir 2 tíma af góðri skemmtun var ég orðinn spenntur að sjá endinn umtalaða. Og svo við climax myndarinnar og þegar lokabardaginn var rétt byrjaður bilaði helvítis sýningarvélin í salnum. Ég og vinir mínir sátum þarna stjarfir í 3 sekúndur þangað til að einhver kallaði “Hvur andskotinn!” og þá fattaði ég hvað var í gangi. Starfsmaðurinn, sem áður hafði ekki ætlað að hleypa mér inn í Lúxussalinn vegna þess að ég var ekki með hinn helming miðans, kom svo inn eftir 20 mínútur og skipaði öllum að labba í röð út úr salnum og fá endurborgað en hraðaði sér svo í burtu þegar fólk var við það að fara að lemja hann. Þá verður maður að sjá hana aftur… mig langaði að sjá helvítis endinn! Arg…