Þið vonandi fyrirgefið mér fyrir að skrifa svona stutta grein, en ég einfaldlega verð að koma eftirfarandi til skila. Ég var að horfa þá miklu snilldarmynd Requiem For A Dream og ég verð að segja að mér hefur ALDREI liðið eins eftir að hafa horft á nokkra aðra mynd. Hún virkilega nær til manns og situr föst í hausnum á manni eftir á. Þvílíkt meistaraverk! Ég gef henni hiklaust 10 í einkunn. Þeir sem kvarta yfir því að hún sé svona týpísk ádeila á eiturlyf og bara enn ein “Trainspotting” myndin eru einfaldlega ekki að átta sig á henni. Myndin er svo miklu meira en það og virkilega sýnir manni hversu sorglegt, einmanalegt og vonlaust lífið getur orðið og leikstjórinn, Darren Aronofsky sá mikli snillingur, hikar ekki við að koma vonleysinu vel fyrir í hausnum á manni.