Leikstjóri: Guy Richy
Leikarar: Alveg hellingur af breskum leikurum

Myndinn fjallar um 4 vini sem eru mjög nánir eins og bræður, einn þeirra hefur þann hæfileika að vera virkilega góður í póker. Svo þeir ákveða að safna 100.000 pundum til að láta spilasnillingin spila við aðalpókerborðið í lundúnum, pókerborð, Harry the Hatchet, gaurin tapar því miður öllum peningunum og kemur út í skuld vegna svindls hjá Harry. Þannig að þeir þurfa að redda hálfri milljón sterlingspunda á 5 dögum, síðan er myndin í nokkurn vegin svona Pulp Fiction style, margar sögur sem flækjast saman, ala tarintino eins og ég kýs að kalla það, en samt er ég engan vegin að líta niður á Ritchy, tekst honum bara vel upp með þetta form. Og aftur í snatch sem er mynd af svipuðu tagi og leika meira að segja sömu gaurarnir í þeirri mynd sumir hverjir. En bara snilldar mynd!

**1/2 - ***/****