Í gær skellti ég mér á spiderman…góð mynd…hef ekkert útá hana að setja nema hversu viðbjóðslega augljóst var að það komi spiderman 2.

Anyways, alltaf þegar ég fer í bíó þá vill ég losna við óþarfa truflanir, hóst, gemsar og slíkt. Það versta af öllu er nú samt helvítis klappið. Það er ss. alltílagi að klappa þegar myndin byrjar…þannig er bara eðlilegt með myndir sem hefur verið beðið lengi eftir.
Hins vegar fer það gífurlega mikið í taugarnar á mér þegar fólk sér ástæðu fyrir að klappa þegar spiderman kyssir tjellingu eða spiderman gerir eitthvað sniðugt. AFHVERJU Í FJANDANUM ER FÓLK AÐ ÞESSU!!!!
Þetta er svo tilgangslaust! Að klappa í byrjun og enda er bara eðlilegt…en í miðri mynd! OG ÞAÐ OFT!

Þetta fer alveg gífurlega í taugarnar á mér…og það versta er… að það verður örugglega einhver fáviti í salnum líka þegar ég fer á star wars.

Takið tillit til annara: hættið að klappa!

kv.<br><br>kv.

Valur | <a href=“mailto: valur@hamstur.is”>valur@hamstur.is</a> | <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=valligu&syna=msg">Sendu mér skilaboð</a