Ég fór á Svartur á leik og fannst myndin bara eiginlega ótrúlega mikið góð. En það sem ég var að spá. Er ég einn um það að finnast lagið “Þú og ég” með Hljómum ónýtt? Núna tengi ég þetta undursamlega fallega lag við orgíur, en ekki bara einhverja hugljúfa, unga ást.
Allt í lagi, ég geng kannski of langt að segja að lagið sé ónýtt, en það er breytt. Lífið er ekki eins einfalt og það var :C

En svona, þá var útfærslan á laginu bara eiginlega svolítið margbrotin og geðveikt flott.
Einhverjar hugleiðingar um þetta?
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.