Jæja. Þá er maður loksins búinn að sjá Red Cliff í bíó, og djöfull var ég svekktur, á þær báðar á dvd en langaði til að sjá fyrri í bíó, en nú klúðruðu þeir þessu, Kringlubíó er búið að vera með sérstakar sýningar af henni seinustu daga, og er kvikmyndin “international version” búið er að taka 50% af fyrri myndinni og 50% af þeirri síðari og blanda þeim saman í eina. Vill ráðleggja fólki sem hefur ekki séð þessar myndir og er búið að ákveða að fara á hana í bíó, sleppið því að fara á hana í bíó og horfið á myndirnar í heild sinni, þetta er algjört meistarastykki, leiðinlegt þegar þetta er eyðilagt svona.

En já hafið þetta í huga, vildi bara láta kvikmyndaáhugamenn huga.is vita af þessu ef þið vissuð þetta ekki og vonandi bjarga ég myndunum fyrir sem flestum sem lesa þetta.