Ég er að leita að danskri kvikmynd sem ég veit ekki hvað heitir. Hún var sýnd í sjónvarpinu 1996-1997 og fjallar um ungmenni sem fara í yfirgefið hús (faðir einnar stelpunnar er fasteignasali) þar sem þau fara í morðingjaleik með labrab tæki, heyrnartól, gervibyssur og hnífa. Á sama tíma gengur morðingi laus í bænum og lögreglan reynir að hafa uppi á honum. Morðleikur krakkanna fer svo út í vitleysu þegar þau fara smám saman að týna tölunni. Ansi mörg atriði úr Sream eru tekin beint upp úr þessari mynd, í fyrsta lagi sjálft þemað og líka strákurinn sem lætur puttann tala og atriðið þar sem stelpan gabbar morðingjann með því að fela sig undir stiganum (en hann heldu að hún hafi farið upp). Mig langar alveg svakalega að vita hvað þessi mynd heitir svo ég geti reddað mér henni.
Hvað segið þið kvikmyndaspekúlantar? Kannist þið við lýsinguna?