Er hægt að fá þannig?
Sat fyrir framan einhvern krakka á Potter. Ég veit ekki hvort það var eitthvað að honum en það hefði verið afsökun fyrir barnið að vera þroskaheft.
Byrjar í auglýsingunum á váum og veium, ég get alveg þolað þannig en ég vissi strax og ég heyrði í þessu að það myndi reyna eins og það gæti að eyðileggja fyrir mér myndina.
Á fimm mínútna fresti (engar ýkjur) talar barnið og spoilar jafnvel atriði því að augljóslega hafði það séð myndina áður. Svo ef að það kemur eitthvað fyndið atriði þá hlær krakkinn þó nokkrum sekúndum á eftir öllum hinum, neyðir upp úr sér eitthvað sem í frumkynstofnum mannkyns hefði geta talist hlátur.
“HAHAHAHAHSJÁIÐÉGERAÐHLÆJAHAHAHÉGGETSKILIÐHÚMORINNHAHAHAÉGVEITALVEGHVAÐÞETTAÞÝDDIÞVÍAÐÉGFATTAHLUTIAHAHHAHAHAHAEKKIÖRUGGLEGAALLIRAÐTAKAEFTIRÞVÍHAHAHA”
Þetta gengur á allan tímann einn áttunda af myndinni. Þennan einn áttunda hafði ég nefnilega ekki þurft að þola sætaspörk, en þau ganga á í einn áttunda í viðbót. Þá sný ég mér við.
*veifa, pota í fæturna á krakkanum sem neitar að taka eftir mér og gapir að tjaldinu*
Heyrðu, nú mátt þú hætta að sparka í sætið mitt og heldur kjafti það sem eftir er af myndinni
Það horfir með opinn munninn á mig eitthvað “haaa, tungumál?”
Mamman verður þá eitthvað vond og muldrar eitthvað um að svona tali maður ekki við fólk. Ég hefði staðið upp og hraunað yfir hana hefði ég ekki viljað njóta myndarinnar. Krakkinn hættir núna öllu. Í bili. Rétt áður en hléið kemur byrjar hann aftur og nú með multi-tasking. Ég ætlaði að hrauna yfir kjéllinguna í hléinu en þau voru löngu horfin inn í sjoppuna. Þegar ég kem svo aftur af klósettinu eru einu lausu sætin þau sem að ég og bróðir minn sátum í fyrr. Ég kem mér vel fyrir, sest upp teinréttur og vona að krakkinn setjist aftur á sama stað, núna get ég skyggt á tjaldið. Set meira að segja upp hattinn. En fíflið þarf þá að taka með sér sessu. Og pirrar mig með reglulegu millibili. Hefði ég ekki verið í tilfinningalegu sjokki eftir myndina hefði ég staðið upp og hrint krakkanum upp við vegg og talað hann aðeins til um kvikmyndahúsakurteisi(ég er undarlega kokhraustur þegar kemur að slagsmálum við börn).

Svo já, vanhæfu foreldri og pirrandi barni tókst næstum að eyðileggja fyrir mér frábæra mynd.

Hvað gerið þið venjulega þegar eitthvað svona gerist, svo sem símar (oooohhhh, það gerðist einnig, hálf mínúta af háværasta síma gargi sögunnar, Snape atriðið minnir mig að hafi verið að hefjast þá), poppkastarar eða talandi fólk er að eyðileggja fyrir ykkur sýningu?