Vinur minn og ég vorum að reyna að tína til góðar kvikmyndir sem komu út á 9. áratugnum (1981 - 1990), og gekk það heldur brösuglega. Listinn sem mér tókst að stilla upp er heldur stuttur:

Brazil (1985);
Meaning of Life (1983);
Nikita (1990);
Aliens (1986);
Rain man (1988);
Platoon (1986);
E.T. (1982);

Það var etv helst Indiana Jones sem kom þessum bollaleggingum af stað. Þótt ég hafi haft gífurlega gaman af þeim myndum, svo og Star Wars, þegar ég sá þær sem drengur, get ég vart setið yfir þeim í dag. Ég er sum sé að hugsa um myndir sem eru góðar þegar maður horfir á þær núna, ekki sem voru góðar þá.

Eins gott að tónlistin frá þessum tíma er góð:)

Getið þið bætt einhverju (mjög góðum myndum þá, ekki bara sæmilegum) við þennan lista?