Hvernig fannst liðinu hér á huga myndin?
Fór með Sabbath í gær og ég verð að segja að ég var mjög hrifinn af nálgun þeirra á þetta allt. Þeir voru ekki að reyna að gera mynd byggða á norrænni goðafræði heldur var þetta eitthvað aaallt annað.
Myndin var einfaldlega skemtileg og það var allt sem ég var að vonast eftir.

Eitt furðulegt sem ég tók þó eftir.
***Semi spoiler, gerist þó í byrjun***
Í byrjuninni er Óðinn að útskýra fyrir sonum sínum hvernig hann hann hafði unnið hrímþursana, þá eru þeir bara litlir strákar og gátu ómögulega tekið þátt í þessum orrustum er það nokkuð?
Samt sem áður voru Þór og Loki partur af norrænni goðafræði í mannheimum í myndinni, það var mynd af þór í sögubók. Hvernig gátu þeir verið það ef að þeir voru bara litlir strákar þegar stríðið átti sér stað. Og Óðinn sagði að þeir hefðu ekki farið aftur til jarðar eftir að þursarnir voru sigraðir. Minnir mig allavega.
Nýju undirskriftirnar sökka.