Þegar ég var yngri sá ég mynd sem ég man að mér þótti rosalega góð en hinsvegar man ég rosalega lítið úr henni. Er búin að vera að leita og leita en finn ekki neitt!

Það eina sem ég man er eftirfarandi

- Þetta er stríðsmynd

- Byrjunaratriðið er þannig að maður er að bera félaga sinn í gegnum skóg því félagin er særður og hann er að grátbiðja hann um að skilja sig eftir. Mig minnir að maðurinn deyji svo.

- Hermenirnur töluðu alltaf um sígarettur sem “rettu”. Eða það var amk kosti þýtt þannig.

- Á tímapunkti í myndini fer einhver gaur hamförum með eldvörpu

- Myndin endar á sama hátt og hún byrjaði nema þá er maðurinn úr byrjunaratriðinu sá sem er særður og sá sem ber hann er undirmaður hans sem er búin að vaxa mikið í gegnum myndina


Hefur einhver minnstu hugmynd um hvað ég gæti verið að tala um??
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?