Ég er að leita að mynd sem ég sá fyrir nokkrum árum síðan. Myndin er sennilega eitthvað í kringum 2000.

Hún fjallar um mann sem fer inní einhvern ekki svo þekktan smábæ til að taka bensín en svo getur hann ekki komist þaðan með neinu móti. Ástæðan fyrir því að hann kemst ekki úr bænum er að hann svaraði símanum í símaklefanum fyrir utan bensínstöðina sem hringir í hvert sinn sem einhver nýr kemur inní bæjinn.

Einhver svona yfirnáttúrulegur máttur vakir yfir bænum man ég…

Einn aðalleikari 35-40 ára maður.

Það væri frábært ef einhver gæti hjálpað :)
“All work and no play makes Jack a dull boy.”