Þetta er nú aðallega útaf forvitni. Það eru mjög mörg ár síðan ég sá þessa mynd. Eina sem ég man úr henni var að þetta var vestri og ef ég man rétt var þetta hópur af mönnum að elta einn sjúkan andskota. Það eina sem ég man pott þétt var að það var einn í þessu liði þeirra sem leit pínu aumingjalega út og var svona ekkert mjög mannaður en hann átti flottasta rifilinn af þeim. Hann var svo hengdur síðar í myndinni og vondi gaurinn tók byssuna. Hringir þetta einhverjum bjöllum?