Hey, veit ekki alveg hvar ég á að setja þetta, en hvaða þættir eru svona ykkar uppáhalds? Hvort sem þeir eru í gangi núna eða ekki.

Ég er mikill þáttamaður og hef séð endalausar þáttaraðir, en ef ég ætti að gera svona topplista þá væri hann svona (ekki í neinni sérstakri röð):

South Park alltaf númer 1, ALLTAF
Californication
Dexter
Psych
How I Met Your Mother >>>> milljón sinnum betra en þetta ofmetna friends dæmi
Family Guy
American Dad —- verður betra og betra eftir 3 slöpp season
Prison Break
The X-Files
Buffy the Vampire Slayer

svona gæti ég haldið endalaust áfram, en eins og er þá er ég að fylgjast með 15 þáttaröðum í einu, þar er Stargate Universe og Fringe í sérstöku uppáhaldi ásamt því sem ég nefndi hér að ofan.

Gerist sjaldan að ég geri lista um þætti sem ég hata, eða pirra mig mest, en það eru;
Simpsons – Get alveg horft á gamla þætti en núna er þetta bara komið útí peningamjólkun og er baraaa leiðinlegt
Neighbours from Hell … NEI NEI NEI NEI AA NEI NEI AAAA NEIEIIIIIIII
The Cleveland Show … gahh
Glee
90% af raunveruleikaþáttum (survivor, biggest loser, bachelor osfrv)
Cougar Town

Mikið mikið fleiri í báðum flokkum, og nei ég hata hvorki né elska t.d. Friends eða Seinfeld eða svona, mér er bara alveg sama eiginlega, finnst Friends overrated, hef séð yfir helminginn af seríunum…

Bætt við 20. nóvember 2010 - 15:15
Futurama á skilið að vera nefnt líka