Ég horfði á þessa mynd á stöð 2 þegar ég var barn, en man mjög takmarkað um hana. Hún var þýdd sem Aularnir eða Aulabárðarnir eða eitthvað álíka.

Myndin fjallaði semsagt um 2 vini sem voru vitleysingar, en fóru oft í dulargervi. Í myndinni fer mafía að elta þá og leitar að þeim inni á næturklúbb. Þar sem þeir fela sig inni á klósettinu á klúbbnum og tala þar saman, en mafíugaurarnir þora þá ekki að opna klósettið vegna þess að þeir eru svo hræddir um hvað þeir myndu sjá þar inni. Annar af vinunum kemst svo út úr klúbbnum með því að klæða sig sem gamlan mann og tala eins og gamall maður.
Svo eru þeir líka eltir af löggunni en ég man ekki alveg af hverju allir voru að elta þá.

Ég geri mér líka fulla grein fyrir því hvað þetta eru mjög litlar upplýsingar en mér þætti gaman að vita hvaða mynd þetta er. Ég man bara ekki eftir neinu öðru.


Bætt við 5. september 2010 - 15:26
Þetta er gamanmynd og ég held að hún sé frá 1990s.