ókei, á ekki von á því að hugarar sem stunda þetta áhugamál viti um hvaða mynd ég er að tala en það sakar ekki að reyna :)

sá eina mynd fyrir nokkru síðan (alveg kannski svona 5-6 árum) um lítinn strák (samt kannski svona 10-11 ára) sem að var á einhvern hátt pínu fatlaður, með gleraugu og astma og eitthvað minnir mig og hann var ekkert litinn neitt sérstaklega góðum augum í skólanum minnir mig…

síðan einhverntímann í myndinni nær hann alveg óvart að rota konu með því að skjóta hafnabolta of langt eða eitthvað álíka :/

ég man bara að endirinn var svakalegur! skólarútan með honum og öllum skólasystkinum hans lendir í slysi og ofaní vatni og hann nær að bjarga öllum og allir eru heilir og haldnir en ekki hann… en síðan kemst hann á spítala og hann deyr á spítalanum :/

virkilega sorgleg! en mig langar ótrúlega til að reyna að finna út hvað þessi mynd heitir eða hvort að einhver man eitthvað meira úr henni en þetta svo að ég geti gúgglað eða e-ð :)

minnir að strákurinn hafi heitið Simon eða Samuel eða eitthvað þannig :)

hjááálp! :D
Lastu Þetta?..