Ég er búinn að velta einu mikið fyrir mér í sambandi við þessa mynd, þegar bíllinn er að falla í draumi 1 og allt er í þyngdarleysi í draumi 2 vegna þess að honum finnst hann vera þyngdarlaus sá sem er að dreyma hann, af hverju færist þyngdarleysið þá ekki niður í draum 3 þar sem sá sem er að dreyma hann ætti að finna fyrir þyngdarleysi í bæði draumi 1 og draumi 2 (þó svo að draumur 2 skipti höfuð máli í þeim efnum)

ég veit að það er erfitt að skilja þennan texta en skora á ykkur að lesa hann nokkrum sinnum til að skilja hann og svo að segja hvað ykkur finnst, því að þetta er búið að bögga mig frá því ég sá myndina og ég sé þetta sem rosalegan galla.
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“