ég var að horfa á Godfather á föstudaginn, og var mikil hlökkun í mér fyrir myndinni. ég verð að segja að ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. þessi mynd er á allan hátt frábær og ekki furða að hún rakaði óskörum árið 1972.
Aðalhlutverk: Marlon Brando, Al Pacino og Robert Duvall.
Godfather snýst um líf Corleone fjölskyldunnar, sem er stór glæpafjölskylda í new york einhvern tímann þegar langt er liðið á fimmta áratuginn. Vito (brando) er höfuð fjölskyldunnar (don/godfather) og er hann mjög virtur maður. Michael (Pacino) er sonur Vitos og er stríðshetja úr seinni heimsstyrjöldinni og vill lítið sem ekkert með fjölskyldumálin að hafa en dregst smátt og smátt inn í þau. Tom (Duvall) er stjúpsonur Vitos og lögfræðingur hans en Vitos tók hann af götunni þegar hann var barn.
Myndin fjallar um blóðugt stríð milli mafíu fjölskyldnanna fimm í new york og fjölskyldulífið á Corleone setrinu.
ég vil ekki segja frá söguþræðinum því það væri synd að eyðileggja þessa mynd fyrir þá sem hafa ekki séð hana
