Við höfum líklega heyrt kvikmyndagagnrýnendur tala um slæmt leikaraval(miscast). Ég veit samt ekki íslenska orðið yfir það. Það er þegar leikari/leikkona fær hlutverk sem viðkomandi passar einfaldlega ekkert í. Ástæðurnar geta náttúrulega verið margar. T.d. gæti leikarinn verið lélegur, leikarinn passar útlitslega ekki í hlutverkið o.fl.
Ég ætlaði bara að koma af stað smá umræðu.
Hvað finnst ykkur vera versta leikaravalið? Hafið þið séð kvikmynd þar sem ykkur fannst einhver leikari/leikkona passa engann veginn í hlutverkið sitt?