Ég hef tekið eftir því, einsog svo margir aðrir að það er verið að auglýsa PS 2 sem DVD spilara á öðru hverju strætó skýli. En hvernig er PS 2 sem DVD spilari?

Það vill svo til að ég er með 3 DVD spilara við sjónvarpið. Um helgina leigði ég Fletch á DVD. Prófaði að horfa á hana í PS2 vélini. Eftir svona 45 mínútur tók ég eftir því að hljóðið var svona sekúndu broti á eftir, svo versnaði þetta eftir 3 til 4 mínútur var þetta orðið um 1 sekúndu á eftir.

Ég skipti um spilara og viti menn allt í þessu fína og eitt annað, ég er ekki frá því að myndgæði löguðust. Ég hafði reyndar prufað í PS 2 spilaranum 2 nýri myndir og vorru þær í góðu.

Hvernig hefur reynsla ykkar hinna verið með PS 2 sem DVD spilara?
Kettir eru fremur viðkvæm dýr sem geta þjáðst af ýmsum kvillum. Ég hef þó aldrei vitað til þess að köttur ætti erfitt með svefn. Joseph Wood Krutch