Ég fór í kvöld í Borgarbíó á Akureyri að sjá myndina Ice Age, með ensku tali, hvað annað!

Ég verð bara að segja að ég var alls ekki fyrir vonbrigðum. Allir hafa auðvitað (vonandi) séð trailerinn með hnetunni og því og þið fáið að sjá nóg af því í myndinni.

Skondnar persónur og rosalega fyndin mynd. Þeir eru með nóg af bröndurum, eins og gengur og gerist í grínmyndum, og svo á milli þeirra eru rosalega fyndin atriði sem vara í mínútu eða meira svo að maður missir nærri meðvitund af hlátri!

Svo er ótrúlegt hvað þessar “teiknimyndir” innan gæsalappa eru rosalega vel gerðar, ótrúlegt.

Mér fannst þetta sem sagt rosalega góð mynd!

****/*****