Nútíma Asíumyndir hafa verið að njóta vaxandi vinsælda hjá mér undanfarin ár þótt ekki sé mikið um þær í “mainstríminu”.

Bestu myndir sem ég hef séð eru The Most Distant Course frá Tælandi sem var sýnd á Riff 2007 og fannst hún eiginlega besta mynd hátíðarinnar það árið. Finnst lélegt að á seinustu Riff eða Riff09 var ekki ein mynd frá Asíulöndunum. Þetta er bæði mjög vönduð og yndisleg mynd til að horfa á.
linkur: http://www.lovehkfilm.com/panasia/most_distant_course.htm

Svo langar mig líka að nefna 3 Iron frá Suður-Kóreu sem er líka frábær mynd. http://www.imdb.com/title/tt0423866/

Þessar myndir eiga það sameiginlegt að það er ekki mikið um tal en það gerir þær eiginlega einmitt mun óræðari og áhugaverðari að mínu mati. Þær ná samt alveg að fanga athyglina sem er góður árangur miðað við lítið tal. Það eru líka mjög óvenjuleg plot í þessum myndum. Þær hafa það líka sameiginlegt að það er ekkert eða lítið ofbeldi í þessum myndum. Þar sem ég er eiginlega kominn með upp í kok af myndum eins og Zaitoichi, Ong-Bak og fleiri þannig. Hef líka séð gamlar myndir eins og Harakiri og Red Lantern sem eiga að gerast fyrir löngu síðan. Ég er hinsvegar mun spenntari fyrir fleiri nútímamyndum. Þar sem þetta eru yndislegar myndir.

Vitiði um einhverjar fleiri sem maður gæti tékkað á?