Ég sá þessa mynd fyrir rúmri viku og fannst hún mjög góð. Svo ég ákvað að skrifa grein um hana.
Leikstjóri: Lee Tamahori
Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Monica Potter, Jay O. Sanders, Michael Wincott, Dylan Baker, Raoul Ganeev, Penelope Ann Miller, Billy Burke, Mike Boorem, Anton Yelchin
Framleiðsluár: 2001
Lengd myndar: 104 mín
Along came a spider er framhald af kiss the girls. Hún er ekki alveg beint framhald en það eru sömu persónur. Myndin fjallar um það að dóttur þingmanns er rænt og ræningin sem rændi henni vill ekki lausnargjald heldur láta glæpinn vera skráðan sem glæp aldarinnar. Hann skilur eftir sig slóð af vísbendingum og þarf Alex Cross ( Freeman ) að leisa þær. Svo flækist hann inni í þvílíkan gildruvef og kemst að ýmsu sem hann hafði ekki vitað að myndi gerast.
Þessi mynd er ágætis afþreying og mæli ég með að allir horfi á. Myndin er leikin alveg prýðilega og ég gef henni ***/****.
Kv.
Chazthkull
