Þessi grein kom í DV á föstudaginn síðasta…

Bruce Willis ætlar að hætta að leika í hasarmyndum. Ástæðan er sú að nýju vinkonunni hans, Maria Bravo Rosado, sem hann tók saman við eftir skilnaðinn við Demi Moore, þykir ofbeldi í kvikmyndum ógeðfellt og ófínt.
Auðvita ætlar Bruce að leika í fjórðu Die Hard myndinni á næsta ári. En í viðtali við breska slúðurblaðið The Sun segir kvikmyndaleikarinn frægi að í þeirri mynd verði ekki jafn mikið ofbeldi og í hinum þremur. Fjórða myndin á einnig að vera mun mannlegri en hinar. Það fer ekki á milli mála að kappinn vill gera nýju ástinni sinni til geðs. En spurningin er hvort hann gerir áhorfendunum til geðs.

Jæja, hann um það! Hann er samt einn besti hasarmyndaleikari sem ég veit um :( leitt að missa hann…

*sorg*

GiZmInA