—-Þessi þráður er smá spoiler svo þeir sem hafa ekki séð myndina ættu ekki að lesa lengra.—-


Fór á Final Destination núna í vikunni, svaka flott mynd og ég hafði alveg gaman að henni þrátt fyrir að hún auðvitað sé alveg með sama plott og allar hinar.
En varðandi þessa röð sem fólkið átti að deyja í sem slapp frá kappakstursslysinu.
Munið eftir konunni sem stakk túrtöppum í eyrun á synum sínum.
Synir hennar sluppu líka frá þessu slysi þannig af hverju dóu þeir ekki í þessari röð sem fólkið átti að deyja???
Mamma þeirra dó þarna á hárgreiðslustofunni og hefðu þeir þá ekki átt að deyja strax á eftir mömmunni?

Held að þeir sem skrifuðu handritið hafi ekki pælt í þessu.
Cinemeccanica