Nú langar mig að vita hvað ykkur hugarar finnst um þessa mynd? Hún er reyndar ekki komin í almenna sýningu en Græna Ljósið var/er að sýna hana núna af því að hún var tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Ég hef heyrt ýmislegt um þessa mynd og það virðist sem fólk sé bara annaðhvort eða.

Las það í Fréttablaðinu í dag að einn sýningargestur hafi ælt á sýningunni í Toronto og að fólk væri að labba út af myndinni. Hún á víst að vera algjör viðbjóður en samt “listræn” eða eitthvað.

Persónulega hef ég engan áhuga á að sjá einhvern viðbjóð (það var einhverju atriði lýst í greinninni í blaðinu í dag en ég ætla ekki að fara að spoilera neitt) og ég er orðin langþreytt af myndum sem virðast vera drifnar af (afbrýðilegu) kynlífi og ofbeldi, og mér virðist sem eini tilgangur þessarrar myndar sé að sjokkera fólk.

Er hægt að halda þessu áfram endalaust? Höfum við ekki séð nóg?

Hvað finnst ykkur?

Bætt við 15. september 2009 - 13:59
Hérna er gagnrýni á hana af kvikmyndir.is http://kvikmyndir.is/KvikmyndirMovie/entry/movieid/5218

og hérna af Rotten Tomatoes http://www.rottentomatoes.com/m/1210830-antichrist/