Hryllingsmyndir? Góðan daginn, hugarar.

Það vill svo til að vinkona min ein, sem er alveg dauðhrædd við hryllingsmyndir, gaf mér leyfi til þess að velja eina hryllingsmynd fyrir hana sem hún verður að horfa á.

Góður vinur sem ég er, þá vill ég að hún fái eins mikið út úr þessu og hægt er, og þarf því smá aðstoð við að velja mynd handa henni.

Ég er semsagt að leita að hugmyndum af hryllilegustu hryllingsmynd sem gerð hefur verið..
Þá meina ég ekki splatter, henni finnst þær ekkert hræðilegar, frekar eitthvað verulega taugaskemmandi (:

Einhverjar hugmyndir?

Bætt við 15. september 2009 - 13:04
Ég tek það fram að myndin þarf ekkert endilega að vera “góð” þannig séð.. bara mjög creepy :P