Hvet alla til að mæta, þessi mynd fær alveg svakalega góða dóma og það verður pottþétt þrusustemmning á þessari kvikmyndir.is forsýningu, eins og síðast þegar við sýndum Inglorious Basterds

Tekið af kvikmyndir.is:

Tryggðu þér forsýningarmiða á District 9!
Föstudaginn 11.september mun Kvikmyndir.is vera með sérstaka forsýningu á spennumyndinni District 9 í Sambíóunum í Álfabakka (Sal 1) kl. 22:10. Miðinn kostar 1200 kr. Reiknað er með góðri stemmningu eins og á undanförnum sýningum hjá okkur, enda stefnum við að því að frumsýna bara myndir sem við reiknum með að flestir munu fíla.

Það eru þrjár leiðir til að kaupa miða. Ef þið eruð með kreditkort þá er langþægilegast að smella beint hingað. Þeir sem hafa farið á hinar forsýningarnar okkar ættu að kunna þetta.

Ef þið viljið borga með debetkorti/í heimabanka þá sendið þið okkur póst á kvikmyndir@kvikmyndir.is, segið hversu marga miða þið viljið og við reddum því. Þið getið síðan borgað við innganginn cirka hálftíma fyrir sýningu (fólk mætir bara - eins og síðast, engir fráteknir miðar núna), bæði með korti og peningum. Við sjáum til þess að það verður nóg af miðum til að selja við dyrnar, svo menn séu ekki að fara fíluferðir.

Söguþráðurinn segir frá risastóru geimskipi sem, á leið sinni um himingeiminn, staldrar við yfir Suður-Afríku. Leiðangur nokkur fer og kannar málið og finnur þar fullt af veikum, vannærðum skepnum sem virðast hafa lent óvart á jörðinni. Þessar geimverur eru fluttar yfir í sérstakt aflokað hverfi sem hlýtur viðurnefnið District 9. Menn reynast hins vegar ekki vera gestrisnari en svo að að nýja heimilið breytist skjótt í útrýmingarbúðir. Hlutirnir fara síðan á verri veg þegar ákveðið er að færa verurnar á annan, mun afmarkaðri stað. Um leið og sú aðgerð fer í gang, hefst martröðin fyrir alvöru.


Það er sjálfur Peter Jackson (sem þekktastur er fyrir Lord of the Rings-þríleikinn, þótt undirritaður líti alltaf á hann sem manninn á bakvið Braindead) sem framleiðir myndina, en District 9 hefur verið að fá vægast sagt gott orð að utan. Þegar þessi texti er ritaður er myndin í 44. sæti yfir bestu myndir allra tíma á IMDB.com. Gagnrýnendur sem og áhorfendur virðast ekki halda vatni yfir henni (Metacritic.com sýnir 81/100 og á RottenTomatoes er hún með 89%), og fannst okkur hjá Kvikmyndir.is að sjálfsögðu tilvalið að forsýna slíka gæðamynd.

Hérna er brot af þeim kommentum sem myndin hefur verið að fá frá tiltölulega virtum gagnrýnendum:


10/10
“An amazing movie, one that will sweep you up emotionally and intellectually, that will give you plenty to think over and even more to marvel at. It's an achievement that needs to be seen to be believed, and once it's seen it's guaranteed to be beloved.” - CHUD.com

9/10
“Really can't recommend this one enough and it should be considered a must see!” - JoBlo.com

3.5/4
“This baby has the stuff to end the movie summer on a note of dazzle and distinction.” - Rolling Stone

A
“District 9 proves that there's intelligent alien life in the movie universe this summer.” - Time Out

4/5
“A memorable, monstrous fable that's consistently gripping.” - New York Daily News

“District 9 is the most exciting science fiction movie to come along in ages; definitely the most thrilling film of the summer; and quite possibly the best film I’ve seen all year.” - New York Observer

“If you're looking for the late-summer special-effects action fantasy with big franchise potential, forget about G.I. Joe: The Rise of Cobra. (You already forgot? Fine.) Instead, proceed directly to District 9” - TIME magazine.


Aðrir dómar:

IGN - 4/5

EMPIRE - 4/5

REELVIEWS.net - 3.5/4

Spill.com - BETTER THAN SEX!!! (hæsta einkunn… Augljóslega!)

FilmThreat - 5/5

Los Angeles Times - 5/5

Entertainment Weekly - 5/5

The Hollywood Reporter - 5/5


Myndin er bönnuð innan 16 ára. Annars vonumst við til að sjá sem flesta.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá hvet ég ykkur til að senda póst á tommi@kvikmyndir.is.