Frábær mynd.
Tónlistin er líka skemmtileg,
ég keypti soundtrackið því mér fannst músíkin svo flott og komst að því að það var Walter “Nokkur” Carlos sem sá um megnið af músíkini í myndinni, sem væri reyndar ekki frásögum færandi, fyrir utan hvað hann er snjall tónlistarmaður, nema hvað að þegar ég fór að reyna að eignast meira með, títtnefndum Walter Carlos, gat ég ekki með nokkru móti fundið hann, það var ekki fyrr en ég rakst á disk með öðrum tónlistarmanni Wendy Carlos, (myndarleg miðaldrakona með kött í kjöltunni.) að ég komst lokst að því hvað hafði orðið um Walter karlinn, hann breytti neflilega um kyn og kallar sig núna Wendy.
Skondið ekki satt.
Ég keypti diskinn, (Á honum hressir W. Carlos upp á Bach og setur í nútíma búning.) og viti menn tónlistar hæfileikarnir voru enn til staðar og diskurinn fannst mér þrusu góður.

Alveg satt :)

Sethano.