Hér er á ferðinni ein besta spennu/drama kvikmynd sem komið hefur fram í sviðsljósið í kvikmyndasögunni, hann marg tilnefndi Óskarsverðlaunahafi Tom Hanks lifir sig á ótrúlegan hátt inní hlutverk Paul Edgecomb sem er yfirfangavörður í aftökudeild eins fylkisfangelsis í Bandaríkjunum aftökudeildin“E-álman” gekk undir nafninu Græna Mílan(The Green Mile). Sagan gerist árið 1935 í eins og áður kom fram í stóru fylkisfangelsi í Bandaríkjunum, inná MÍLUNA komu hættulegustu afbrotamenn fylkisisins og voru sendir í rafmagns stólinn.
En þetta ár voru það ekki eingöngu sekir menn heldur kom þangað blásaklaus maður að nafni John Coffey(like the drink just not spelled the same), leikinn af Michael Clarke Duncan og skilar hann sínu hlutverki mun betur en ætla mætti, og má með sanni segja að hafi verið gangandi kraftaverk, með lækningamátt, sem útilokað er að nokkur venjulegur maður hafi, ég gæti skrifað endalaust um þessa mynd, ég er búinn að sjá hana þrisvar og er allveg til í að sjá hana oftar, ég gef henni 5 stjörnur af 5 mögulegum svo mögnuð er hún, Tom Hanks og Michael Clarke Duncan fá 10 stjörnur af 5 mögulegum fyrir leik sinn í myndinni því, þeir skila þessu frá sér á undraverðan hátt, og ekki voru hinir leikararnir síðri