Það kom mér skemmtilega á óvart í gærkvöldi þegar ég settist fyrir framan imbann og aldrei þessu vant ákvað að horfa á kvikmynd á Sýn. Þar sá ég mynd sem heitir Dark City og reyndist vera algjört snilldarverk. Þessi mynd minnir mann á The Matrix, með City of lost children útliti.
Ég ákvað nú aðeins að tjá mig um þetta því að ég man ekki eftir að hafa heyrt um þessa mynd áður en þetta er algjör gersemi svo endilega lítið á hana ef þið sjáið hana á vídeóleigu.