Ég fór í gær að sjá nýjustu mynd Brads Pitt og Roberts Redford. Hún fjallar um Nathan Muir(Redford), CIA njósnara sem er að fara á eftirlaun en síðasta daginn gerist það að fyrrum félagi hans, Tom Bishop(Pitt), hefur verið handtekinn í Kína fyrir njósnir, og segjast Kínverjarnir ætla að taka hann af lífi kl.8 næsta morgun. Nokkrir háttsettir menn í CIA setjast nú niður með Nathan Muir og fara að spyrja hann út í ýmislegt er varðar Tom Bishop. Hann rifjar þá upp gamla daga og byrjar í Víetnam, fer svo til Berlínar og svo til Beirút. Þess má geta að Redford lítur alls ekki út fyrir að vera eitthvað yngri í þessum endurminningum. Það eru nokkur mistök ef kalla má í þessari mynd, td. er hringt í Muir í byrjun myndarinnar frá Hong Kong (Muir var í Virginiu í USA), það var morgun í Hong Kong og líka morgun hjá Muir!!! Það kalla ég stór mistök. En fyrir utan þetta er þessi mynd fínasta afþreying.

**1/2/****

J*O*N*S*I