Mjög áhugaverð mynd, finnst mér. Sýir hversu ömurlegt líf er hjá sumu fólki.

Myndin gerist árið 1975 í bæ í Kína. Þar tíðkaðist að senda börn út í sveit þegar þau eru komin á vissa aldur (12-13 ára). Semsagt þau voru ekki komin í fullorðinstölu nema þau séu búin að upplifa heilt ár út í sveit. Xiu Xiu er stúlka sem er send upp í sveit með hóp af öðrum jafnöldrum sínum og svo er þeim dreift um hér og þar. Ári síðan er ekki sótt hana og hú kemst að því að samtökin sem sá um að fara með þau, voru hætt. Og hún kemst ekki heim…

Þetta lýsir hversu fátækt þetta var í Kína fyrir um 25 árum. Ég mæli alveg með þessari mynd ef fólk hefur ekkert annað að horfa á en skemmtið ykkur.

clara