Metrópólitan Live in HD í bíó


Nýverið náðust samningar milli Metrópólitan óperunnar í New York og SAMbíóanna og munu þau því hefja sýningar í fyrsta sinn á Íslandi á …
…Metrópólitan óperum í beinni bíóútsendingu á hvíta tjaldinu í stafrænum hágæðum og 5.1 surround hljóði

þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá metrópólitan óperunni í bíói á Íslandi og má segja að loksins sé komið tækifæri til að upplifa töfra Metrópólitan óperunnar eins og best verður á kosið í beinni útsendingu

Nýjasta tækni sem völ er á í kvikmyndahúsum gerir SAMbíóunum kleift að sýna slíka viðburði í beinni útsendingu og nýtist hágæða hljóð og sýningarkerfi sambíóanna ótrúlega vel enda er um að ræða HI-Definition útsendingu með fullu 5.1 surround hljóði sem tekin er beint í gegnum gerfihnött og má því segja að mynd og hljóðgæði séu sambærileg við að vera á staðnum ef ekki betri.

Óperan sem SAMbíóin byrja að sýna í almennum sýningum nefnist
Lucia di Lammermoor – Donizetti og er miðasala hafin á http://midi.is/atburdir/1/5432/ og í miðasölum SAMbíóanna á þá sem og aðrar sýningar sem hér eru fyrir neðan.

Flestar sýningarnar eru á laugardögum kl. 18.00 að íslenskum tíma og munu þær fara fram í SAMbíóunum Kringlunni

Donizetti's Lucia di Lammermoor laugardaginn 7. febrúar, (kl. 18.00) lengd 3 tímar 20 mínútur /tvö hlé (enskur texti)
Puccini's Madama Butterfly laugardaginn 7. mars, (kl. 18.00) lengd 3 tímar 21 mínúta /tvö hlé (enskur texti)
Bellini's La Sonnambula laugardaginn, 21. mars, (kl. 18.00) lengd 2 tímar 40 mínútur /eitt hlé (enskur texti)
Rossini's La Cenerentola laugardaginn, 9. maí, (kl. 17.30) lengd 3 tímar /eitt hlé (enskur texti)
Sérstakt kynningarverð á óperusýningar þessa tímabils í SAMbíóunum er kr. 1900

Nálgast má frekari upplýsingar um óperurnar sem SAMbíóin munu sýna í beinni útsendingu í gegnum gerfihnött á http://opera.sambioin.is og á http://www.metoperafamily.org/metopera/broadcast/hd_events_next.aspx

UM METRÓPÓLITAN LIVE IN HD

2006/2007 tímabilið voru 6 beinar útsendingar frá metrópólitan í 7 löndum og sáu meira en 325.000 manns þær í bíó
2007/2008 tímabilið voru 8 beinar útsendingar frá metrópólitan í 800 kvikmyndahúsum í 17 löndum og sáu meira en 935.000 manns þær sýningar í bíó - 90% allra miða á þær sýningar seldust og var því uppselt á þær langflestar
2008/2009 tímabilið er rúmlega hálfnað en 11 beinar kvikmyndaútsendingar frá metrópólitan voru á dagskrá það tímabil og eru 4 sýningar eftir sem SAMbíóin munu sýna í almennum sýningum,


Von SAMbíóanna er að íslendinga sýni þessari nýjung það mikinn áhuga að hægt verði að sýna allt 2009/2010 tímabilið en þá verða sankallaðir óperuslagarar sýndir sem kynntir verða fljótlega

Spes…