Jahá, fyrir okkur leikjaáhugamennina er búið að ákveða að gera kvikmynd um Prince of Perisa: The Sands of Time en ég hef ekkert nema gott að segja um það, enda mjög mikil saga á bakvið leikinn/leikina.

Það kemur svolítið á óvart að það er Íslendingur sem að leikur The Vizier en það sem að kom mér ennþá meira á óvart er að þeir ákváðu að láta Jake Gyllenhaal leika Prince Dastan (Prince of Persia)!

Þessi leikari hefur aldrei náð til mín og ég get einfaldlega ekki ímyndað mér hann í hlutverki Dastan, en endilega komið með það sem að ykkur finnst um þetta.

http://www.imdb.com/title/tt0473075/
-