Ég sá þessa mynd ekki fyrir mjög löngu síðan og hélt að þessi mynd
yrði jafngóð og bækurnar en mér skjátlaðist.
Þessi mynd var gerð árið 2001 og var leikstýrt af Chris Columbus(Bicentennial Man). Í henni léku Daniel Radcliffe(The Taylor Of Panama), Rupert Grint, Emma Watson, Richard Harris(The Count Of Monte Christo), Maggie Smith(Gosford Park), Alan Rickman(Dogma),
Ian Hart(Michael Collins), Robbie Coltrane(The World Is Not Enough)
Richard Griffiths(Sleepy Hollow), Fiona Shaw(Super Mario Bros),
John Cleese(Monty Python And The Holy Grail).

Þessi mynd er byggð á skáldsögu J.K. Rowling og fjallar um ellefu ára gamlan dreng að nafni Harry James Potter(Daniel Radcliffe) sem uppgötvar að hann sé galdramaður á ellefta afmælisdaginn sinn þegar risi að nafni Reubus Hagrid(Robbie Coltrane) kemur að ná í hann til að fara með hann að kaupa skóladót fyrir Hogwartsskóla. Er hann kemur í Hogwartsskóla kynnis hann allskyns fjölkynngi og illa innrættum galdramönnum og eignast góða vini. Þegar hann fer í fyrsta flugtímann kemst hann í Qudditchlið heimavistar sinnar. Hann kemst að mörgum leyndarmálum og lendir í lífsháska.

Mér fannst þessi mynd ekki vera neitt sérstök. Ég gef henni **/****.