Mig langaði að nefna hérna nokkrar uppáhalds myndir sem ég er búinn að sjá á RIFF en þessi hátíð er búinn að vera frábær í alla staði.

Lengsta leiðin(The most distant course). Frábær mynd frá Taiwan sem kom mér á óvart og var ótrúlega falleg og einlæg mynd.

Síðasta heimsálfan(the last continent). Ótrúlega flott heimildarmynd um hóp fólks sem skoðar áhrif hnattrænnar hlýnunar á Suðurskautslandinnu

Kalt borð(Cold lunch). Mynd um líf fólks í Noregi sem á í erfiðleikum með að velja sér stefnu í lífinu og líf þeirra flækist skemmtilega saman. Gott handrit. Á örugglega eftir að koma á dvd á Íslandi.

Zift(zift). Rökkurmynd frá Búlgaríu sem mætti líkja við hollywoodmyndina Crank þ.e. svipuð hugmynd. Inniheldur nóg af kynlífi og slavneskum blótsyrðum.

Vonandi hefur þetta orðið til hjálpar þeim sem eiga erfitt með að velja sér mynd til að fara á en það eru 2 dagar eftir af hátíðinni.


Endilega nefnið uppáhaldsmyndirnar ykkar og komið með comment.