mig langaði að segja frá þessu því ég er ógeðslega pirruð! ég átti glænýja grettir mynd og einu sinni þegar litli frændi minn kom í heimsókn þá lánaði ég honum myndina og hann lofaði að passa hana vel og allt og síðan þegar ég fékk hana loksins til baka þá var hún nánast ónýt! það var búið að rispa fullt af litlum hringjum í hana og hún var öll út í risa rispum og fingraförum og öllu! og það var eitthvað sem lýktist kókbletti á myndinni sjálfri! og við lánuðum honum líka nokkrar spólur og fengum sumar ekki til baka og það voru vitlausar myndir í hulstrunum (þeim sem höfðu enn hulstur) og flestar voru bara ónýtar! þetta hefur nokkrum sinnum gerst og ég er bara gjörsamlega hætt að lána myndir! ! þetta er ótrúlega fúlt og ég vara fólk við að lána sumum myndir!>:(

Bætt við 14. september 2008 - 18:17
ps. nennið að segja ykkar skoðun á þessu bara til gamans?:)