Ég var að horfa á teaserinn úr nýju M.Night Shyamalan myndinni, Signs, og mér sýnist þessi mynd ætla að verða algjör snilld!!
Þessi maður er algjör snillingur og vrðist þessi mynd ekki ætla að gefa hinum tvemur (Sixth Sense & Unbreakable) neitt eftir..
Myndin er um bónda sem finnur einhver undarleg risastór merki á akrinum sínum og lendir í ýmsu eftir það.
Samt verður maður að bíða þangað til 2. ágúst eftir að sjá hana í bíó og ég er ekki alveg að nenna því…
Leikarar eru:Mel Gibson (Graham Hess), Joaquin Phoenix (Merrill Hess), Rory Culkin, Abigail Breslin, Cherry Jones, Patricia Kalember.
Leikstjóri & handrit: M.Night Shyamalan.
Mér finnst líka ágætis hugmynd að fá Mel Gibson í aðalhlutverk og hvíla Bruce Willis Aðeins.
Þetta er ein að þeim myndum sem mig hlakkar mest til að sjá árið 2002. (Teaserinn er á Háhraða)
http://bventertainment.go.com/movies/signs/
