Ég fór á Sveitabrúðkaup í fyrradag og ég verð að segja að ég skemmti mér mjög vel , myndin er á svipuðu stigi allan tímann uppá húmor og skemmtilegheit að gera, maður dettur aldrei út og fylgist með allan tímann því manni langar að vita hvernig þetta brúðkaup endar . Myndin er fyndin og skemmtileg fyrir alla aldurshópa , leikararnir standa sig allir vel , sérstaklega Herdís Þorvaldsdóttir sem er frábær í hlutverki sínu sem amman. Gef þessari mynd 4 stjörnur af 5 og hvet alla til að kíkja í bíó !