Þegar þessi mynd kom í bíó þá heyrði ég ábyggilega milljón vonda dóma um myndina og að hún væri hreinlega glötuð því hún gæti bara engann veginn staðist. Núna x tíma síðan sé ég bróðir minn vera að horfa á hana í tölvunni sinni og mér sýndist hún nú bara vera ágæt svo ég reddaði henni og var að horfa á hana. Ég skil bara ekki hvað fólk var að kvarta, Hvað varðar raunveruleikann; Það voru til veiðimenn sem veiddu mammúta og söguþráðurinn meikar að hluta til sence þó svo að einhverjir töfrar komi inní þetta og spiritar og hlutir.. þetta er mynd svo hverju skiptir það máli? Eigum við bara að púa á Harry potter því það stenst ekki náttúrulögmálin sem nú hafa verið sett fram? Margt annað sem ég myndi vilja benda á en aðalatriðið er að mér finnst þetta bara vera nokkuð góð mynd og ég skil ekki hvað fólk er að kvarta undan henni og að hún sé eitthvað verri en aðrar sambærilegar myndir :&