Aaron Seltzer og Jason Friedberg, mennirnir á bakvið Date Movie, Epic Movie og Meet the Spartans eru búnir með nýjustu myndina sína; Disaster Movie.

Myndin á víst að vera “the disaster movie to end all disaster movies” og, ef þeir fengu pening í þessa mynd (sem væri ómögulegt meðan við hvað þeir eru búnir að tapa mikinn pening) þá gætu þeir kanski gert grín af Day After Tomorrow og Volcano og allar ‘disaster’ myndirnar sem hafa komið út.

En auðvitað, reyna þeir það ekki einu sinni.

http://www.youtube.com/watch?v=P6WigNm1o5k

Í staðinn fáum við einn og hálfan klukkutíma af atriðum (ekki bröndurum) úr trailerum fyrir myndir sem voru á leiðinni í bíó þegar þeir byrjuðu að framleiða myndina. Nokkrir troðnir saman við aðra og nokkrir með fólk að meiða sig.

Ekki fyndið.

Sjálfur er ég að vona að þessi mynd á eftir að ganga svo illa í bíóhúsum í Bandaríkjunum að hún kemur ekki einu sinni í bíó á Íslandi og þeir hætta að láta þessa tvö menn framleiða, skrifa og leikstýra myndum í Hollywood… því þeir koma ekki nálægt því að vera fyndnir.