Ég var að koma af The Incredible Hulk og ég verð að segja að hún var betri en ég bjóst við en samt ekki jafn góð og allir aðrir eru að segja.
Mér fannst t.d. Iron Man mun skemmtilegri.
En það sem mér fannst best við myndina voru öll þekktu andlitin. Persónulega fannst mér Tim Roth langbestur og Edward Norton var líka í essinu sínu en William Hurt og Liv Tyler voru ekki að standa sig. Og svo voru leikarar á borð við Tim Blake Nelson og Ty Burell. Svo voru náttúrulega leyniframkomur, sem ég ætla ekki að tala um hér til að skemma ekki fyrir, sem voru mjög skemmtilegar.
En svona fannst mér The Incredible Hulk.

Hvað fannst ykkur?
What doesn't kill me will probably try again