Aðdáendur leikstjórans Tim burtons og klassískra disneymynda ættu að hafa ástæðu til að gleðjast. Árið 2010 verður nefnilega frumsýnd disneymynd með burton í leikstjórasætinu: Lísa í undralandi.

Búast má við að hugmyndarflug leikstjórans eigi eftir að koma vel út á hvíta tjaldinu enda er upprunarlega sagan virkilega súr líkt og flestar fyrri myndir meistarans.

Margir hafa velt því fyrir sér hver muni taka að sér hlutverk Lísu og hefur Lindsay Lohan lýst yfir áhuga. Líklegt er að Johnny Depp muni fá eitthvert hlutverk í myndinni en hann er svotil farinn að leika í hverri einustu mynd eftir Burton.

Allavega má búast við fjörugri, litríkri og um leið mjög sýrðri mynd 2010.
Veni, vidi, vici!