Ég fór að pæla í því að vinir mínir hafa glataðann smekk á kvikmyndum um daginn.
Komst að því þegar þeir tóku mig með sér í bíó á myndina “Shutter” sem er ein leiðinlegasta mynd allra tíma.

Ég meira að segja spurði félaga mína hvort þessi mynd væri nokkuð eitthvað skyld “The Grudge” eða “The Ring” eða einhverju svona lélegu japönsku kjaftæði og þeir segja; “Neih marr gegguð mynd vorum að horfa á trailerinn!!”.

Ok, ég fer í Selfoss bíó með þeim og viti fucking menn.
Stendur ekki bara á einum poster þarna “From the executive producer of The Grudge and The Ring.”
Guð minn almáttugur, ég hélt ég myndi farast.

Ég nenni ekki að segja frá myndinni hér en ef einhver hefur áhuga þá vara ég hann sjö sinnum við áður en að niðurhala henni eða leigja hana.

Anyways, eru vinir ykkar svona eða eru þið sjálf svona?
Með svona hræðilegann smekk á kvikmyndum.
Sem dæmi þá elska vinir mínir einnig Epic Movie, Date Movie, Not Another Teen Movie, Meet the Spartans, Scary Movie og svo svona lélegar grín/dramamyndir með Hilary Duff og co.

Hverjar eru ykkar uppáhalds og leiðinlegustu hryllingsmyndir vil ég líka spyrja.

Og svona þar sem ég er að gera frekar tilgangslausan þráð þá ætla ég líka að biðja ykkur um að mæla með gömlum facebreaking cocksmashing brainbashing titripping viðbjóðslegum brútal B-Hryllingsmyndum. Það væri frábært, ég fíla þær nefnilega svolítið.

Bætt við 16. apríl 2008 - 08:51

Reyndar er eitt atriði í Meet the Spartans þar sem ég prumpaði heljarinnar hlátri út úr mér.
Feiti náunginn í Borat leikur Xerxes í myndinni og vá, haha, hann er bara svo ógeðslegur.
Það var fyndið.