Eftir að hafa séð stikluna renna nokkuð oft í sjónvarpinu, ákváðum ég og konan að fara og sjá þessa ræmu. Leikstjórinn Roland Emmerich sem leikstýrði,hefur sent frá sér ágætar myndir eins og The Day after tomorrow,Independence day, Stargate. Núna tókst honum að ná botninum. Ég var að drepast úr leiðindum á þessari mynd. Tek það fram að við fórum heim í hléinu. Myndin gat varla batnað eftir hlé. Það var allt við þessa mynd til foráttu. Lélegur leikur, lélegt handrit, klisjukenndur söguþráður. Tæknibrellurnar ekkert til að hrópa húrra fyrir. Var að búast við mynd líkt og Apocalypto. Í staðin er myndin algjör tíma og peningasóun. Annað eins drasl hef ég ekki farið á í bíó.